Margarida Corceiro hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár en einkalíf hennar hefur ratað í fréttirnar, hún hefur átt í ástarsambandi við nokkra fræga menn.
Corceiro átti í ástarsambandi við Joao Felix sóknarmann Chelsea í fjögur ár, samband þeirra fór í vaskinn árið 2023.
Corceiro var þá sökuð um að hafa haldið framhjá Felix með vini hans Pedro Porro sem leikur með Tottenham.
„Ég skil ekki þessa menn sem tóku þetta myndband af mér, ég hafði faðmað og talað við alla sem voru þarna þetta kvöld,“ sagði Corceiro.
Corceiro var þá mynduð á skemmtistað í ansi nánum samskiptum við Porro og var sögð hafa kysst hann. Samband hennar og Felix fór í vaskinn við þetta.
Sumarið 2023 fór Corceiro svo að slá sér upp með Lando Norris, ökumanni í Formúlu 1. Þau sáust reglulega saman í Monaco.
Norris hefur svo staðfest nú að þetta samband sé farið í vaskinn en Margarida Corceiro er 22 ára gömul leikkona.