Samtök atvinnudómara á Englandi eru byrjuð að skoða framferði David Coote en myndband af honum sem lak út í gær vekur mikla athygli. Hefur hann verið settur í bann á meðan málið er til rannsóknar.
Þar er Coote að urða yfir Liverpool ásamt vini sínum og hann kallar Jurgen Klopp meðal annars tussu.
Ljóst má að vera mikið ákall verður eftir því að Coote dæmi ekki aftur hjá Liverpool og líklega bara ekki aftur í deildinni.
Fyrsta atvikið var í október árið 2020 þegar Coote var VAR dómari í leik gegn Everton, tvö stór atvik komu upp í þeim leik.
Fyrra atvikið var þegar Virgil van Dijk slasaðist illa eftir mjög ljóta tæklfingu frá Jordan Pickford.
Pickford var ekki spjaldaður og Coote skoðaði ekki atvikið í VAR.
David coote ladies and gentlemen pic.twitter.com/WDHc36a7Mn
— Josh (@Josh97LFC) November 11, 2024
Í sama leik var Sadio Mane dæmdur rangstæður af Coote í VAR, ljóst var að Mane var aldrei fyrir innan og það kostaði Liverpool sigurinn.
Á síðustu leiktíð voru stuðningsmenn Liverpool brjálaðir þegar Liverpool fékk ekki víti gegn Arsenal.
Martin Odegaard handlék þá knöttinn innan teigar en Coote sem var VAR dómari vildi ekkert gera.
Annað atvik var svo um helgina þegar Coote var dómari í leik Liverpool og Aston Villa.
Mo Salah var þá tekinn niður og Coote dæmdi ekkert en líklega átti að reka leikmann Villa af velli.
Það sem bjargaði Coote var að Darwin Nunez skoraði í kjölfarið.
Fleiri atvik sem tengjast Coote vekja svo umhugsun hjá stuðningsmönnum Liverpool en þar má nefna atvik sem tengjast Manchester City.
Hann dæmdi ekki á Rodri í mjög umdeildu máli.