Dominic Ankers hefur verið ráðin þjálfari meistarflokks kvenna hjá Gróttu í knattspyrnu.
Dom, sem er 29 ára gamall Englendingur, kom til Gróttu sumarið 2021 og hefur síðan þá verið aðstoðarþjálfari í báðum meistaraflokkunum og þjálfað 2. og 5. flokk karla. Dom er með B.Sc gráðu í íþróttavísindum frá Loughborough háskóla og þjálfaði m.a. í akademíu Norwich City og þróunarhópa hjá Derby County og Cambridge United.
Hann tekur við af Matthíasi Guðmundssyni sem lét af störfum til að taka við Val á dögunum, Grótta var nálægt því að komast upp úr Lengjudeildini í sumar.
Harpa Frímannsdóttir, formaður meistaraflokksráðs kvenna, fagnar ráðningunni: „Það er óhætt að segja að við í stjórn knattspyrnudeildar Gróttu séum einkar ánægð með ráðninguna. Við treystum Dom fullkomlega fyrir verkefninu – hann þekkir innviði okkar í Gróttu út og inn og kemur með nýja sýn, reynslu og mikla fótboltalega þekkingu inn í starfið. Dom hefur frá byrjun verið frábær liðsmaður og nú hlökkum til að sjá hvað hann gerir með okkar efnilega lið á næstu árum.”
Melkorka Katrín Flygenring Pétursdóttir heldur áfram sem aðstoðarþjálfari og hefur jafnframt tekið yfir sem styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna. Melkorka kláraði nýverið meistaranám í sjúkraþjálfun og hefur lokið UEFA B þjálfararéttindum.