Arsenal er tilbúið að skella 83 milljónum punda á borðið til þess að sækja Mohammed Kudus sóknarmann West Ham.
Fichajes á Spáni segist hafa heimildir fyrir þessu en Kudus kom til West Ham frá Ajax.
Kudus er sagður spenntur fyrir því að fara til Arsenal og spila með liðinu í Meistaradeild Evrópu.
Talið er að Arsenal vilji reyna að fríska upp á sóknarleik sinn í janúar en óvíst er hvort Kudus verði þá kostur fyrir liðið.
Kudus er sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur mikinn kraft og áræði.