fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
433Sport

Þrumuræða Mikaels eftir umræðuna síðustu vikur – „Fer klíkan þá í gang aftur? Eru allir við sama borð?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 11. nóvember 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson fyrrum þjálfara KFA skilur ekki umræðuna um Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands. Mikið er rætt og ritað um framtíð norska þjálfarans. Þetta ræddi hann í Þungavigtinni.

Flestir telja að Hareide sé á leið inn í sína síðustu landsleiki og eru Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson orðaðir við starfið.

„Af hverju ertu svona á móti honum?,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag þegar hann ræddi við Kristján Óla Sigurðsson um Hareide.

„Þetta er íslenska landsliðið, England tapaði gegn Íslandi og Grikklandi á heimavelli. Hvað ef við töpuðum gegn San Marinó og Liechtenstein á heimavelli? Hann vann Bosníu, hann vann Svartfjallaland. Hann vann bara leikinn, hvað átti hann að gera meira. Hvað hefðu Freyr og Arnar Gunnlaugsson gert?.“

Þrátt fyrir að. Mikael furði sig á umræðunni er margt í fari Hareide sem pirrar hann. „Það er margt að hjá Hareide, það er fáránlegt að taka ekki þessa blaðamannafundi og mæti til landsins. Mér finnst fáránlegt að hafa ekki sett Gylfa inn á síðast og þær afsakanir. Allt í einu er Dagur Dan mættur, hann á að vera búin að vera þarna allan tímann.“

Mikael telur að Hareide sé ekkert að gera verri hluti en aðrir. „Takið alla landsliðsþjálfara síðustu 30 árin, fyrir utan Heimi og Lars. Voru þeir að gera eitthvað betri hluti? Sigur á móti Svartfjallalandi og jafntefli við Wales, þar sem við vorum betri. Wales er með ágætis lið.“

„Erum við komnir þangað að ef við vinnum ekki þessi lið þá er allt vitlaust? Ef við vinnum ekki Wales og 6-0 sigur á Svartfjallalandi.“

Mikael hélt svo áfram og ræddi um þá kosti sem eru nefndir, Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson. „Það er alltaf einhver tekinn af lífi, hvað er betra fyrir framan okkur? Hvað væri sagt um ef hann væri í 15 sæti í Belgíu eins og Freyr, ég veit að Freyr er ekki með stærsta budgetið og besta liðið í Belgíu. Hvað hefur Freyr gert á ferlinum, hefur hann gert betri hluti en Age Hareide? Arnar Gunnlaugs er ekki með langan feril en með fullt af titlum.“

„Ég vil fá Arnar Gunnlaugsson þarna og yrði góður þarna, ef hann tapar fyrstu tveimur leikjunum fer klíkan þá í gang aftur? Eru allir við sama borð?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Glódís Perla sæmd fálkaorðunni

Glódís Perla sæmd fálkaorðunni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Berglind á leið aftur í Kópavoginn

Berglind á leið aftur í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Fyrrum leikmaður Manchester United fær harða gagnrýni fyrir ljótt brot

Sjáðu myndbandið: Fyrrum leikmaður Manchester United fær harða gagnrýni fyrir ljótt brot
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölva stokkar spil sín – Liverpool meistari og algjörlega sláandi niðurstaða fyrir Manchester United

Ofurtölva stokkar spil sín – Liverpool meistari og algjörlega sláandi niðurstaða fyrir Manchester United
433Sport
Í gær

Sagðir ætla að losa sig við varafyrirliðann sem fyrst

Sagðir ætla að losa sig við varafyrirliðann sem fyrst
433Sport
Í gær

Segja að Rooney muni strax fá starfstilboð

Segja að Rooney muni strax fá starfstilboð