Erik ten Hag fyrrum stjóri Manchester United er ekkert að fara í felur eftir brottrekstur frá United fyrir um tveimur vikum síðan.
Ten Hag var mættur á leik í hollenska boltanum um síðustu helgi og aftur núna, nú fór hann að sjá sína gömlu vini í Ajax.
Ten Hag heimsótti þá heimavöll Twente þar sem Ajax gerði 2-2 jafntefli.
Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í leikmannahópi Ajax en Ten Hag hætti með Ajax sumarið 2022 til að taka við Manchester United.
Hann var hins vegar rekinn eftir rúm tvö ár í starfi en spókar sig um í heimalandinu.
📸 Erik ten Hag pictured at Ajax’s game today. #MUFC [via @TheEuropeanLad] pic.twitter.com/QGY0VZr2Mz
— mufcmpb (@mufcMPB) November 10, 2024