Ruben Amorim virðist vera komin með atvinnuleyfi á Englandi miðað við það að hann er mættur upp í einkaflugvél sem er á leið til Manchester.
Ensk blöð sögðu að Amorim væri að bíða eftir atvinnuleyfi sem virðist nú vera klárt.
Amorim tekur fimm aðstoðarmenn með sér frá Sporting sem allir fóru um borð í flugvélina í dag.
Um er að ræða þá Carlos Fernandes, Adélio Cândido, Paulo Barreira, Emanuel Ferro og Jorge Vital.
Amorim þarf að taka ákvörðun um það hvort hann heldur Ruud van Nistelrooy í teyminu sínu en hann stýrði United í síðustu leikjum eftir að Erik ten Hag var rekinn.
🚨✈️ BREAKING:
Ruben Amorim is boarding his flight to Manchester! His staff Carlos Fernandes, Adélio Cândido, Paulo Barreira, Emanuel Ferro and Jorge Vital are also on the plane. #MUFC [@cnnportugal via @Sporting_CPAdep] pic.twitter.com/MJVlkX3ekU
— mufcmpb (@mufcMPB) November 11, 2024