Leonardo, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála PSG, skilur ekki af hverju félagið seldi ekki Kylian Mbappe árið 2021.
Mbappe átti lítið eftir af samningi sínum í París á þessum tíma en krotaði að lokum undir til ársins 2024.
Mbappe yfirgaf PSG einmitt á þessu ári en hann gekk í raðir Real Madrid á frjálsri sölu og fékk franska stórliðið því ekkert í sinn vasa.
Real var tilbúið að borga háa upphæð fyrir Mbappe á sínum tíma en PSG vildi alls ekki losna við franska landsliðsmanninn og bauð honum háa launahækkun.
Mbappe ákvað að skrifa undir og er það ákvörðun sem PSG sér væntanlega eftir í dag þar sem Real hefði borgað í kringum 200 milljónir evra fyrir sóknarmanninn.
,,Ég var á móti þessu, þessum vinnubrögðum og var það alltaf. Alveg frá byrjun þá taldi ég að við hefðum átt að selja hann eftir 2020-2021 tímabilið,“ sagði Leonardo.
,,PSG var með tilboð á borðinu frá Real Madrid og hann átti aðeins eitt ár eftir af sínum samningi.“