Knattspyrnukonur hafa heldur betur fengið góð ráð frá Lucy Bronze sem hefur náð frábærum árangri á sínum ferli í íþróttinni.
Bronze er 33 ára gömul í dag en hún er á mála hjá Chelsea eftir að hafa spilað með liðum eins og Liverpool, Manchester City og Barcelona.
Bronze varar ungar konur við þeim peningum sem eru í boði í kvennaboltanum og að um 99 prósent kvenna þurfi að vinna eftir að ferlinum lýkur.
Það sama má alls ekki segja um karlkyns knattspyrnumenn sem fá í raun ótrúleg laun hjá sínum félögum í dag.
Bronze hefur sjálf þénað vel á sínum ferli en hún er 33 ára gömul í dag og á enn nokkur góð ár eftir.
,,Örugglega 99,9 prósent kvenna… Þær þurfa allar að hugsa um lífið eftir fótboltann,“ sagði Bronze.
,,Ég lifi engu rugluðu lífi eða keyri um á klikkuðum bílum og á engin rándýr hús. Ég gæti hætt í fótbolta og treyst á þær fjárfestingar sem ég hef gert.“
,,Ég hef verið sniðug þegar kemur að mínum peningum. Ég borgaði upp námslánin á mínum ferli sem knattspyrnumaður. Ég er örugglega í þessari einu prósentu.“