Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, verður mögulega frá í nokkurn tíma eftir að hafa meiðst í gær.
Það er mikill skellur fyrir Liverpool en um er að ræða einn mikilvægasta leikmann liðsins.
Trent fór af velli í leik gegn Aston Villa en honum lauk með 2-0 sigri heimaliðsins á Anfield.
Englendingurinn spilaði aðeins 22 mínútur í viðureigninni en Conor Bradley tók hans stöðu í hægri bakverði.
Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Trent eru en ágætis líkur eru á að hann sé tognaður og missi af næstu leikjum.