Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is þetta skiptið.
Það var meðal annars rætt um íslenska karlalandsliðið, en Þorgerður fylgist vel með gangi mála þar. Liðið mætir Svartfjallalandi og Wales í mikilvægum leikjum í Þjóðadeildinni á næstu dögum.
„Það er gaman að fylgjast með þessum hópi. Orri Steinn er að verða okkar besti maður og það kom mér á óvart hvað Logi Tómasson er að koma sterkur inn. Ég held að Andri Lucas og Orri geti líka verið mjög flottir saman og svo náttúrulega dáist ég alltaf að Jóni Degi,“ sagði Þorgerður, sem er mikill aðdáandi þess síðastnefnda.
„Það er svo mikil seigla, kraftur og dugnaður í honum. Hann er rosalegur vinnuhestur og mjög mikilvægur fyrir liðið.“
Nánari umræða um landsliðið er í spilaranum.