Roma hefur ákveðið að reka stjóra sinn Ivan Juric eftir slæmt tap gegn Bologna í dag.
Juric hefur verið undir mikilli pressu undanfarið en lið hans spilaði við Bologna á heimavelli í Serie A.
Leiknum lauk nokkuð óvænt með 3-2 sigri Bologna og var mikil reiði á heimavelli Roma eftir tapið.
Stjórn Roma ákvað að reka Juric strax eftir leik og er nú leit að hans eftirmanni hafin.
Talið er að Roberto Mancini, fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, sé ofarlega á óskalista félagsins.
Roma hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og situr í 12. sæti með aðeins 13 stig.