Pep Guardiola hefur tapað fjórum leikjum í röð sem þjálfari í fyrsta sinn á sínum ferli eftir leik Manchester City við Brighton í gær.
Brighton kom þónokkrum á óvart og vann City 2-1 á heimavelli og var þetta fjórða tap Englandsmeistarana í röð.
Erling Haaland kom City yfir í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoruðu þeir Joao Pedro og Matt O’Riley fyrir Brighton til að tryggja sigur.
Guardiola er þjálfari City en hann hefur aldrei áður tapað fjórum leikjum í röð og hefur það ekki gerst hjá hans liði síðan 2006 er Stuart Pearce var við stjórnvölin.
Myllumerkið eða ‘hashtagið’ #PepOut varð mjög vinsælt á samskiptamiðlinum Twitter í gær en ólíklegt er að þar hafi verið um stuðningsmenn City að ræða.
Allt að tvö þúsund færslur með hashtaginu #PepOut birtust á Twitter í gær og er ljóst að andstæðingar City eru að njóta þess að horfa á liðið þessa stundina.