Manchester United var í engum vandræðum með lið Leicester í dag í síðasta leik Ruud van Nistelrooy.
Van Nistelrooy stýrði United í síðasta sinn en Ruben Amorim mun taka við starfinu á morgun.
United vann 3-0 heimasigur á nýliðunum en situr enn í 13. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 11 leiki.
Tottenham tapaði mjög óvænt á sama tíma en Ipswich kom í heimsókn til Lundúna og vann heimamenn 2-1.
Nottingham Forest tapaði einnig á heimavelli en þar kom Newcastle í heimsókn og sótti góð þrjú stig.
Manchester United 3 – 0 Leicester
1-0 Bruno Fernandes(’17)
2-0 Victor Kristiansen(’38, sjálfsmark)
3-0 Alejandro Garnacho(’82)
Tottenham 0 – 1 Ipswich
0-1 Sammie Szmodics(’31)
0-2 Liam Delap(’43)
1-2 Rodrigo Bentancur(’69)
Nott. Forest 1 – 3 Newcastle
0-1 Murillo(’21)
1-1 Alexander Isak(’54)
1-2 Joelinton(’72)
1-3 Harvey Barnes(’83)