Vincent Kompany er búinn að jafna met Pep Guardiola sem þjálfari Bayern Munchen en hann tók við í sumar.
Kompany hefur byrjað mjög vel í deildinni með Bayern og er liðið á toppnum með fimm stiga forskot.
Bayern vann St. Pauli 1-0 í gær og hefur enn ekki tapað leik eftir tíu umferðir og er þá með 26 stig – liðið hefur unnið átta viðureignir og gert tvö jafntefli.
Það er sami árangur og Guardiola náði á sínum tíma sem stjóri Bayern en um er að ræða einn besta þjálfara sögunnar.
Kompany er að gera flotta hluti í efstu deild Þýskalands en gengið í Meistaradeildinni hefur ekki verið eins gott.
Bayern er eins og áður sagði taplaust eftir tíu leiki og er með markatöluna +26 sem er frábær árangur.