Blaðamaður að nafni Juha Kanerva hefur viðurkennt það að hann hafi gert ansi slæm mistök í valinu á Ballon d’Or.
Kanerva ákvað að velja Vinicius Junior ekki í efstu þrjú sætin en hann var aðeins einn af þremur sem gerði það.
Vinicius er einn besti fótboltamaður heims í dag en hann er á mála hjá Real Madrid og var í öðru sæti á þessu ári eftir Rodri, leikmanni Manchester City.
Kanerva sem kemur frá Finnlandi viðurkennir að um mistök hafi verið að ræða og ætlar hann ekki að kjósa fyrir hönd þjóðarinnar á næsta ári.
,,Þetta voru tæknileg mistök af minni hálfu. Ég mun segja af mér í Ballon d’Or kosningunni,“ sagði Kanerva.
Vinicius var mjög nálægt því að vinna verðlaunin en hann var aðeins nokkrum stigum frá Rodri sem hafnaði í fyrsta sætinu.