Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var súr með að ná ekki þremur stigum gegn Chelsea í grannaslag í dag.
Leikurinn var heilt yfir nokkuð jafn en tvö mörk voru skoruð og lauk viðureigninni með 1-1 jafntefli.
Arteta vildi meira úr leiknum og hafði þetta að segja við Sky Sports eftir lokaflautið:
,,Ég er svekktari með að hafa ekki náð þremur stigum frekar en að vera sáttur með eitt stig og það mun líklega aukast eftir að ég horfi á leikinn aftur,“ sagði Arteta.
,,Að mínu mati þá stjórnuðum við þessum leik og vorum betri á mörgum vígstöðvum. Ég er mjög svekktur með markið sem við fengum á okkur, þetta var svo lélegt.“
,,Þetta er ekki það sem við viljum bjóða upp á og við sættum okkur ekki við svona.“