Það eru litlar sem engar líkur á að starf Nuri Sahin sé í hættu þrátt fyrir erfiða byrjun á þessu tímabili.
Sahin er þjálfari Borussia Dortmund en liðið hefur ekki verið sannfærandi á tímabilinu og er nú úr leik í bikarnum eftir tap gegn Wolfsburg.
Sebastian Kehl, yfirmaður knattspyrnumála Dortmund, segir þó að það sé ekki vilji félagsins að reka Sahin að svo stöddu.
Sahin er fyrrum leikmaður Dortmund sem situr í sjöunda sæti efstu deildar með 13 stig úr átta leikjum.
,,Það er augljóst að við erum ekki ánægð með stöðuna og úrslitin sem við erum að ná í,“ sagði Kehl.
,,Við verðum þó að vinna saman og vinna í þessum hlutum. Það vantar upp á mörkin en við gerum þetta saman.“
,,Þetta er staða sem Dortmund hefur þurft að takast á við áður.“