fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
433Sport

Þorvaldur framlengdi samning KSÍ við Puma

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. nóvember 2024 11:00

Þorvaldur Örlygsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ hefur framlengt samning sinn við íþróttavöruframleiðandann PUMA og munu landslið Íslands í knattspyrnu leika í PUMA-búningum til ársins 2030. Á meðal annarra knattspyrnulandsliða sem leika í PUMA fatnaði má nefna Austurríki, Sviss og Tékkland. Fyrsti samningur KSÍ og PUMA var gerður árið 2020 og því liggur fyrir að árið 2030 munu íslensku landsliðin í fótbolta hafa leikið í PUMA-búningum í 10 ár.

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ: „Ég vil byrja á að þakka PUMA fyrir gott samstarf síðustu ár. Við hjá KSÍ erum mjög ánægð með samninginn og samstarfið og hlökkum til næstu ára með PUMA. Það verður gaman að sjá íslensku landsliðin og okkar efnilega landsliðsfólk alveg frá yngri liðum og upp í A landsliðin áfram leika í PUMA búningum. PUMA er án vafa eitt fremsta íþróttavörumerkið í heiminum í dag, sem kannski sést vel á því að yngri kynslóðin klæðist okkar PUMA-fatnaði reglulega og það er líka gaman að sjá.“

Manolo Schürmann, Senior Director Global Sports Marketing Teamsport: „Við erum ánægð með að hafa samið við KSÍ um framlengingu á núverandi samningi okkar. KSÍ er knattspyrnusamband sem deilir ýmsum gildum PUMA, og landslið á vegum KSÍ halda áfram að ná góðum árangri á alþjóðlega sviðinu. Mig langar sérstaklega að nefna kvennalandsliðið, sem hefur náð að komast í lokakeppni EM mörgum sinnum í röð. KSÍ og íslensk landslið veita mörgum öðrum löndum innblástur – litlum jafnt sem stórum – og sýnir hvernig er hægt að keppa í hæsta þrepi fótboltans með takmörkuðum auðlindum til að vinna úr. PUMA styður KSÍ með stolti og við erum spennt fyrir áframhaldandi samstarfi og hönnun landsliðsbúninga komandi ára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gerir upp á milli samherja sinna í landsliðinu – ,,Að mínu mati er hann betri“

Gerir upp á milli samherja sinna í landsliðinu – ,,Að mínu mati er hann betri“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Juventus gæti komið til bjargar í janúar

Juventus gæti komið til bjargar í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Jóhann Berg og félagar fengu skell í Sádi Arabíu

Jóhann Berg og félagar fengu skell í Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóttir goðsagnarinnar mætti í einstökum jakka: Vekur gríðarlega athygli – Sjáðu myndirnar

Dóttir goðsagnarinnar mætti í einstökum jakka: Vekur gríðarlega athygli – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Brynjar Atli framlengir við Breiðablik – „Hefur verið ómetanlegur“

Brynjar Atli framlengir við Breiðablik – „Hefur verið ómetanlegur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jóhann Birnir heldur tryggð við ÍR eftir að Árni Freyr fór

Jóhann Birnir heldur tryggð við ÍR eftir að Árni Freyr fór
433Sport
Í gær

Sádarnir vilja fá Vinicius Junior og telja að það gæti heppnast eftir atburði vikunnar

Sádarnir vilja fá Vinicius Junior og telja að það gæti heppnast eftir atburði vikunnar
433Sport
Í gær

Nistelrooy opnar á það að vera aðstoðarmaður Amorim en það er óvíst

Nistelrooy opnar á það að vera aðstoðarmaður Amorim en það er óvíst