Erik ten Hag hefur sent stuðningsmönnum Manchester United bréf sem hann birti opinberlega í kvöld.
Ten Hag var í vikunni rekinn frá United eftir 2-1 tap gegn West Ham en hann tók við 2022.
Hollendingurinn var ekki vinsæll á meðal allra á Old Trafford enda gengið ekki verið upp á marga fiska undanfarna mánuði.
Ruben Amorim hefur samþykkt að taka við United en hann verður ráðinn til starfa þann 11. nóvember næstkomandi.
Ten Hag þakkar fyrir sig í þessu bréfi og minnir á að hann hafi unnið tvo titla á tíma sínum hjá félaginu.
,,Ég óska stuðningsmönnum Manchester United alls hins besta, titlum og árangri,“ skrifar Ten Hag.
,,Ég vil þakka ykkur fyrir þennan kafla í mínu lífi.“
🚨📑 Erik ten Hag’s letter to Man United fans.
“A message from Erik ten Hag:
Dear fans,
Let me start by thanking you. Thank you for always being there for the club. Whether it was at a game far away or a tough match at Old Trafford, your support has been unshakeable. The… pic.twitter.com/Uoegsv9RTh
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 1, 2024