Samkvæmt miðlinum Relevo eru allar líkur á að Real Madrid sé búið að finna arftaka Carlo Ancelotti.
Ancelotti gæti verið að stýra Real á sínu síðasta tímabili en pressan er farin að aukast eftir 4-0 tap gegn Barcelona um helgina.
Relevo segir að Real hafi áhuga á að semja við Xabi Alonso, fyrrum leikmann liðsins, sem er í dag í Þýskalandi.
Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen og vann deildina taplaust á síðasta tímabili.
Leverkusen er að búast við því að missa Alonso næsta sumar en hann hefur einnig verið orðaður við Liverpool og Bayern Munchen.
Liverpool er þó búið að ráða Arne Slot til starfa og þá er Vincent Kompany maðurinn í stjórasætinu hjá Bayern.