Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi yfir Alberti Guðmundssyni leikmanni Fiorentina. Þetta staðfestir Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Alberts í samtali við Vísi.
„Það kemur á óvart að Ríkissaksóknari hafi ákveðið að áfrýja þessum dómi enda er dómurinn mjög vel rökstuddur og niðurstaðan lögfræðilega rétt,“ segir lögmaðurinn.
Albert var sýnkaður í hérðadsómi snemma í október en hann var sakður um kynferðisbrot gegn konu hér á landi.
Framburður bæði Alberts og brotaþola var af héraðsdómi metinn staðfastur og trúverðugur. Hins vegar vann framburður brotaþola um tiltekið vitni sem hafði verið í partýinu mjög gegn henni, samkvæmt dómsniðurstöðu.
Málið fer nú til Landsréttar sem tekur afstöðu til málsins en samkvæmt reglum KSÍ má Albert spila með landsliðinu.