KSÍ hefur ráðið Ómar Inga Guðmundsson til starfa á knattspyrnusvið sem þjálfara U15 landsliðs karla, aðstoðarþjálfara U19 landsliðs karla og sem yfirmann Hæfileikamótunar karla.
Ómar Ingi (f. 1986), sem er HK-ingur að upplagi, hefur lokið KSÍ A gráðu í þjálfun.
Hann tók við þjálfun meistaraflokks karla hjá sínu uppeldisfélagi fyrir keppnistímabilið 2022 þegar liðið lék í Lengudeild og stýrði því í Bestu deildinni árin 2023 og 2024, en hefur nú látið af störfum þar.