Juventus er tilbúið að koma til bjargar og kaupa sóknarmanninn Rnadal Kolo Muani sem er á mála hjá Paris Saint-Germain.
Bæði L’Equipe og Calciomercato greina frá en um er að ræða miðil frá Frakklandi og einnig frá Ítalíu.
Muani hefur ekki staðist væntingar hjá PSG en hann er bundinn félaginu til 2028 og gæti verið fáanlegur í janúar.
Juventus telur sig hafa not fyrir þennan ágæta sóknarmann sem er 25 ára gamall og er franskur landsliðsmaður.
Luis Enrique, stjóri PSG, hefur ekki mikla trú á Muani sem hefur spilað 375 mínútur í öllum keppnum í vetur.
Muani gæti verið fáanlegur fyrir um 40 milljónir evra – eitthvað sem ítalska stórliðið er til í að borga.