Jammie Carragher telur að. leikstíll Ruben Amorim hafi verið ástæða þess að Liverpool réð hann ekki í sumar og valdi frekar Arne Slot.
Liverpool skoðaði Amorim vel í sumar þegar félagið var í leit að þjálfara en Arne Slot var sá útvaldi eftir að Xabi Alonso sagði nei.
„Amorim er einn af þeim sem vill spila með þriggja manna vörn, það er það sama og Xabi Alonso og Simone Inzaghi eru að gera,“ segir Carragher.
„Mín kenning er að Liverpool hafi valið Slot frekar en Amorim af því að hann spilar með fjögurra manna vörn, það var einfaldara fyrir Slot að taka við þessu.“
„Hjá Jurgen Klopp var allt félagið að nota sama kerfið og því var auðveldara fyrir félagið að velja Slot.“