„Ég hitti Arnar ekkert eftir leikinn,“ sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks um það hvernig samskipti hans við Arnar Gunnlaugsson þjálfara Víkings voru eftir úrslitaleikinn á sunnudag.
Arnar var í banni í leiknum en Halldór segir frá því í Dr. Football að allir þjálfarar deildarinnar hafi óskað honum til hamingju með sigurinn í Bestu deildinni, fyrir utan Arnar.
„Hann var í boxinu, sennilega mátti hann ekki koma.“
Halldór segir að allir þjálfarar í Bestu deildinni hafi sett sig í samband við sig.
„Nei ég hef ekki fengið neitt svoleiðis, það eru flestir þjálfarar ef ekki allir haft samband. Það er bara val að gera það.“