Verðmiði sóknarmannsins Omar Marmoush mun ekki koma í veg fyrir áhuga Liverpool en frá þessu greinir þýska blaðið Bild.
Marmoush er talinn vera efstur á óskalista Liverpool fyrir næsta tímabil en hann er verðmetinn á 60 milljónir evra.
Um er að ræða leikmann Frankfurt í Þýskalandi en hann er samningsbundinn þýska félaginu til 2027.
Liverpool telur að Marmoush sé fullkominn arftaki Mohamed Salah sem gæti verið á förum frá félaginu í sumar.
Marmoush hefur spilað glimrandi vel á tímabilinu en hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp önnur sjö í 13 leikjum. Á síðustu leiktíð lék hann 41 leik og skoraði 17 mörk ásamt því að leggja upp sex.
Liverpool hefur ekki áhyggjur af 60 milljóna evra verðmiðanum en Marmoush er 25 ára gamall og er landsliðsmaður Egyptalands líkt og Salah.