Birkir Bjarnason leikmaður Brescia á Ítalíu hefur ekki spilað landsleik eftir að Age Hareide tók við.
Í samtali við Morgunblaðið segist Birkir ekki vita af hverju hætt var að velja hann.
Birkir er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins en hann var hluti af hópnum sem fór á EM 2016 og HM 2018.
„Það er þjálfarinn sem velur hópinn en ég var ekki sáttur til að byrja með að vera ekki valinn og ekki sammála þeirri ákvörðun,“ segir Birkir við Morgunblaðið.
„Það er samt lítið sem þú getur gert í því, annað en að standa þig vel með þínu félagsliði og vona það besta enda er þetta alltaf ákvörðun þjálfarans.“