fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Gagnrýnir eyðslu félagsins og nafngreinir einn leikmann – ,,Augljósasta dæmið“

Victor Pálsson
Föstudaginn 8. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graeme Souness, goðsögn Liverpool, hefur nafngreint einn leikmann Chelsea sem hann er alls ekki hrifinn af í dag.

Um er að ræða Enzo Fernandez, miðjumann Chelsea, sem hefur ekki staðist væntingar eftir komu frá Benfica í Portúgal.

Enzo er búinn að missa byrjunarliðssæti sitt hjá Chelsea og virðist ekki vera aðalmaðurinn hjá Enzo Maresca, stjóra liðsins.

Souness telur að Chelsea sé með fínan hóp en að það þurfi að setja spurningamerki við ákveðin kaup félagsins undanfarin tvö ár.

,,Það er enn of snemmt að dæma Chelsea. Með þennan hóp eiga þeir möguleika á að ná topp fjórum en þeir eru enn nokkuð frá því að vinna deildina eða Meistaradeildina,“ sagði Souness.

,,Ef ég horfi á núverandi hópinn þá er gríðarleg sóun þarna inni á milli. Augljósasta dæmið er einhver sem er ekki einu sinni í byrjunarliðinu í dag.“

,,Enzo Fernandez, þeir keyptu hann á 105 milljónir punda. Þeir hafa fengið inn fjölmarga leikmenn og ákveðnir leikmenn eru ekki að standast væntingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn

Varð einn sá virtasti í margra milljarða iðnaði fyrir þrítugt – Svona var leið Fabrizio Romano á toppinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tíu mest lesnu fréttir ársins – Málefni Alberts Guðmundssonar áberandi

Tíu mest lesnu fréttir ársins – Málefni Alberts Guðmundssonar áberandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum

Arteta spurður að því hvort hann ætli að bregðast við áfallinu á leikmannamarkaðnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Róbert Frosti til Póllands?

Róbert Frosti til Póllands?