Víkingur R. mætir Borac Banja Luka í Sambandsdeildinni í dag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst hann kl. 14:30.
Það er ekki frítt fyrir Víking að spila í Kópavogi en samkvæmt heimildum 433.is er liðið að borga í kringum 5 milljónir fyrir hvern leik í Kópavogi
Víkingur R. vann frábæran 3-1 sigur gegn Cercle Brugge í síðasta leik sínum, en hafði áður tapað 0-4 gegn Omonia Nicosia.
Borac Banja Luka vann 1-0 sigur gegn APOEL Nicosia og gerði 1-1 jafntefli við Panathinaikos.
Víkingur þarf að spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli þar sem UEFA gaf ekki grænt ljós á völlinn í Víkinni.
Breiðablik fékk ekki leyfi til að spila í Kópavogi í fyrra og þurfti að greiða væna summu til að spila á Laugardalsvelli.