Enzo Maresca, stjóri Chelsea, er ekki viss um hvort England ætli að treysta á Reece James á næstunni.
James er fyrirliði Chelsea en hann er nýkominn aftur á völlinn eftir erfið meiðsli sem hann þurfti að glíma við.
James er mikilvægur hlekkur í liði Chelsea og hefur spilað nokkuð vel í síðustu leikjum liðsins.
Bakvörðurinn á að baki 16 landsleiki og gerir sér vonir um að spila með þjóð sinni á HM 2026.
,,Við erum mjög ánægðir með bataveg Reece James og með hvernig hann spilar,“ sagði Maresca.
,,Mun England hringja í hann núna? Ég veit það bara ekki.“