Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Vals og Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands tóku þá ákvörðun saman um að Gylfi yrði ekki í landsliðshópnum núna.
Íslenska liðið er á leið í verkefni gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni.
Gylfi spilaði lítið í síðasta verkefni. „Nei, því þetta er sameiginleg ákvörðun hjá mér, landsliðsþjálfurunum og KSÍ að ég hvíli þetta verkefni, fjölskylduástæður og aðrar ástæður sem spila inn í. Ég er bara sultuslakur,“ sagði Gylfi í Dr. Football
„Við tókum samtalið í síðustu viku og ákváðum þetta svo í sameiningu í gær,“ sagði Gylfi.
Gylfi býst ekki við öðru en að spila með Val áfram á næstu leiktíð en segist þó ekki útiloka að fara erlendis, komi spennandi tilboð fyrir sig og fjölskylduna.