Víkingur vann frækinn 2-0 sigur á FK Borac Banja Luka í Sambandsdeild Evrópu í dag. Þetta var annar sigur liðsins í deildarkeppninni.
Nikolaj Hansen og Karl Friðleifur Gunnarsson skoruðu mörk Víkings í fyrri hálfleik þar sem liðið hafði mikla yfirburði framan af.
Víkingar gáfu aðeins eftir í seinni hálfleik en Ingvar Jónsson stóð vaktina í markinu af miklu öryggi.
Sigurinn færir Víkingum 62 milljónir króna í auka greiðslu frá UEFA, félagið hefur því fengið 124 milljónir fyrir sigrana tvo.
Víkingur er svo í dauðafæri að komast áfram upp úr deildinni og í útsláttarkeppni. Stigin sex gætu dugað en sjö stig ættu að gulltryggja það. Víkingur á þrjá leiki eftir.