Segja má að það sé allt í klessu hjá Arsenal þessa dagana, liðið sem var yfirleitt svo sannfærandi hefur misst taktinn.
Arsenal tapaði gegn Inter í Meistaradeildinni í gær, liðið átti sína spretti í leiknum en það dugði ekki til.
Arsenal hefur tapað þremur af síðustu sex leikjum sínum og ekki verið sannfærandi.
Margir benda á meiðsli Martin Odegaard en Arsenal hefur átt í stökustu vandræðum með að skapa sér færi.
▪️ Back-to-back losses to Inter and Newcastle
▪️ 2W, 1D, 3L in last six gamesArsenal are in a bit of a rut 🫠 pic.twitter.com/Ji5VwntXzK
— B/R Football (@brfootball) November 6, 2024