Mistök VAR gætu hafa kostað Erik ten Hag starfið hjá Manchester United en the Times greinir frá.
Times segir að Howard Webb, yfirmaður dómarasamtakana á Englandi, sé búinn að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað í leik United við West Ham.
West Ham fékk vítaspyrnu undir lok leiks sem tryggði 2-1 sigur og var Ten Hag rekinn í kjölfarið.
Webb hefur nú þegar rætt við dómara deildarinnar og sagt þeim að mistök hafi verið gerð og eru flestir sammála þeirri skoðun.
David Coote dæmdi leikinn og var sendur í skjáinn eftir að VAR herbergið hafði skoðað atvikið mjög náið.
Ten Hag er atvinnulaus í dag en Ruben Amorim mun taka við stjórnartaumunum á Old Trafford þann 11. nóvember.