Thomas Tuchel fær engu ráðið í næstu leikjum enska landsliðið þrátt fyrir að hafa samþykkt að taka við liðinu.
Daily Mail fullyrðir þessar fréttir en eins og greint var frá fyrr á árinu tekur Tuchel við þann 1. janúar 2025.
Margir töldu að Tuchel myndi fá að ráða ýmsu í næstu leikjum Englands gegn Írlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni.
Lee Carsley er tímabundið við stjórnvölin hjá enska liðinu og mun Tuchel ekki fá að skipta sér að neinu í verkefninu.
Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Írlands og fær svo sannarlega erfitt verkefni er hann mætir þeim ensku.
Tuchel mun þó eflaust fylgjast með leikjunum en talið er að hann muni gera margar breytingar er hann tekur opinberlega við í janúar.