Samkvæmt fréttum á Spáni gæti svo farið að forráðamenn Real Madrid fari að reka Carlo Ancelotti úr starfi.
Ancelotti og félagar hafa verið í tómum vandræðum í upphafi tímabils.
Liðið hefur farið illa af stað í Meistaradeildinni og 0-4 tap gegn Barcelona á dögunum situr enn í fólki.
Vandræðin innan vallar virka mikil, Kylian Mbappe og Jude Bellingham eru að spila illa og liðið virkar ekki vel.
Það vekur athygli miðla á Spáni að Zinedine Zidane fyrrum þjálfari liðsins var mættur á leik liðsins gegn AC Milan í gær. Zidane mætir mjög sjaldan á völlinn.
Real Madrid tapaði á heimavelli í gær og er Zidane nefnur sem mögulegur arftaki en hann sagði upp árið 2021 og hefur ekki þjálfað síðan.
🙌 LOCURA MADRIDISTA POR ZIDANE 🙌
🤍 El exentrenador blanco llegó al Bernabéu entre una oleada de aficionados.
📹 @marcosdlarocha pic.twitter.com/24tgC6q6OP
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) November 6, 2024