Sky Sports segir frá því að Manchester United hafi mikinn áhuga á því að reyna að hald Ruud van Nistelrooy í starfi hjá félaginu.
Nistelrooy var ráðin til starfa sem aðstoðarþjálfari í sumar, það var Erik ten Hag sem sótti fyrrum framherja félagsins aftur.
Nistelrooy er í óvissu núna þegar búið er að ráða Ruben Amorim til starfa, óvíst er hvort hann vilji halda Nistelrooy í starfi.
Sky Sports segir að stjórnendur United hafi lagt áherslu á það að Nistelrooy verði áfram. Hann sé vel liðinn og hvernig hann komi fram sé eitthvað sem leikmenn kunna að meta.
Nistelrooy stýrir United nú tímabunið áður en Amorim tekur við en það ætti að koma í ljóst í næstu viku hvort Nistelrooy verði áfram.