Steven Gerrard stjóri Al-Ettifaq er í brasu og gæti farið að missa starfið, stuðningsmenn liðsins hafa fengið nóg.
Liðið tapaði í gær sem var fjórða tapið í sex leikjum, baulað var á Gerrard eftir það.
Gengi liðsins er undir væntingum í ár en liðið situr í ellefta sæti Ofurdeildarinnar í Sádí Arabíu.
Þá var það mikið högg fyrir liðið að detta úr leik í bikarnum í vikunni gegn Al-Jabalain sem er í neðri deildum.
Gerrard fær 2,7 milljarða í sinn vasa á ári hverju fyrir að stýra liðinu.
Þá er það farið að pirra marga leikmenn Al-Ettifaq í Sádí Arabíu að æfingartími liðsins virðist stjórnast af því hvenær leikir hjá Liverpool eru.
🇸🇦😬 Steven Gerrard was booed by Al-Ettifaq fans as his side suffered their 4th loss in 6 games…
They currently sit 11th in the Saudi Pro League.
— CentreGoals. (@centregoals) November 3, 2024