Hilmar Árni Halldórsson, sem lagði skóna á hilluna á dögunum, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni, sem kemur út alla föstudaga á 433.is.
Hilmar gerði garðinn frægan í Garðabænum með Stjörnunni en hann var framan af í Leikni í Breiðholti, þar sem hann ólst upp.
„Það var yndislegt. Þetta er einstakt félag, öðruvísi félag. Mér fannst algjör forréttindi að alast upp í þessu hverfi. Það gefur þér ákveðna innsýn í mismunandi samfélagshópa og veitir þér tækifæri til að sjá lífið með öðrum augum,“ sagði Hilmar, spurður út í Leikni.
„Það er ótrúlega gott fólk í kringum þetta félag. Það er mér mjög kært. Margir vinir mínir úr þessum árgöngum eru komnir í stjórn þar og ég veit að ég verð alltaf tengdur þessu félagi.“
Í Breiðholti og starfinu hjá Leikni kynntist Hilmar fólki víða að úr heiminum.
„Það eru forréttindi að fá að alast upp í þannig umhverfi. Það gefur þér tækifæri á víðsýnni nálgun á lífið.“
Umræðan í heild er í spilaranum.