Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, segist hafa beðið Erik ten Hag afsökunar á dögunum.
Ten Hag var rekinn frá United fyrr í vikunni og mun Ruben Amorim taka við liðinu þann 11. nóvember.
United spilaði við Chelsea í dag á Old Trafford en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
,,Ég gaf alltaf 100 prósent í verkefnið og Erik ten Hag veit það vel,“ sagði Fernandes eftir leikinn.
,,Ég ræddi við Ten Hag og baðst afsökunar. Ég er svekktur með að hann sé farinn og ég reyndi að hjálpa til.“
,,Ég var ekki að skora mín mörk og við erum ekki að skora mörk – ég verð að taka ábyrgð.“