Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var í gær spurður út í framherjann Alexander Isak sem spilar með Newcastle.
Isak hefur margoft verið orðaður við Arsenal og er talið að félagið gæti reynt við sænska landsliðsmanninn næsta sumar.
Isak var munurinn á þessum tveimur liðum í gær er Newcastle hafði betur 1-0 á heimavelli gegn Arsenal.
Framherjinn skoraði eina mark leiksins og var Arteta spurður út í mögulega komu leikmannsins eftir viðureignina.
,,Ég elska mína leikmenn og ég myndi ekki skipta þeim út fyrir neinn annan,“ sagði Arteta við blaðamenn.
Margir telja að Arsenal þurfi alvöru níu í fremstu víglínu en það er staða sem Kai Havertz leysir yfirleitt þessa dagana.