Jadon Sancho er áfram veikur og getur því ekki spilað með Chelsea gegn Manchester United um helgina.
Sancho er á láni hjá Chelsea en þeir bláu þurfa svo að ganga frá kaupum á Sancho næsta sumar.
Sama hvort veikindin hefðu herjað á hann eða ekki hefði Sancho ekki mátt spila vegna þess.
Sancho átti í stríði við Erik ten Hag fyrrum stjóra liðsins og var því ákveðið að losa sig við hann í sumar.
Ten Hag var svo rekinn úr starfinu á mánudag. „Hann hefur verið veikur síðustu daga,“ segir Enzo Maresca þjálfari Chelsea.
Sancho var á láni hjá Dortmund á síðustu leiktíð og fór svo til Chelsea í sumar eftir erfiða tíma á Old Trafford.
🚨🔵 Jadon Sancho will miss the game against Man United at Old Trafford — as he couldn't play against his parent club anyway.
“All the players are available but Jadon will be out. He has been ill in the recent days”, says Enzo Maresca. pic.twitter.com/hQdPTdVXFH
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 1, 2024