fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
433Sport

Arnar gerir upp erfitt sunnudagskvöld – „Það tók við sorgarferli fyrstu tvo dagana, afneitun og reiði“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 1. nóvember 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings er að skríða saman eftir vonbrigði sunnudagsins þar sem liðið tapaði úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Breiðabliki. Víkingur fékk mjög óvæntan 0-3 skell á heimavelli, eitthvað sem fáir sáu fyrir.

Nú nokkrum dögum eftir leikinn hafa Víkingar snúið bökum saman enda er liðið enn í fullu fjöri og fjórir erfiðir Evrópuleikir eru á næsta leyti.

„Það tók við sorgarferli fyrstu tvo dagana, afneitun og reiði og hvað það heitir. Ég horfði ekki á leikinn og fylgdist ekki með fjölmiðlum, eins og vanalega yrði sagan að allir voru langbestir og hinir ömurlegir. Ég ákvað að taka ekki þátt í því. Ég á eftir að horfa á leikinn aftur og gera hann upp,“ segir Arnar í viðtali við 433.is sem má heyra í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill

„Einn af mínum styrkleikjum sem þjálfari er að láta ekki tilfinningar ráða heldur fara yfir leikinn og tölfræðina í góðu tómi. Ég á bara eftir að gera það.“

Arnar var í leikbanni á sunnudag og horfði á leikinn í stúkunni. Hann var mjög ósáttur með það hvernig Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, stjórnaði leiknum en Blikar brutu mjög oft af sér.

„Þegar ég var í boxinu uppi, þá ég var virkilega pirraður í fyrri hálfleik. Þetta var skrýtið að horfa á leikinn, horfa á öll þessi leikbrot. Ég hefði örugglega verið rekinn út af aftur ef ég hefði verið á hliðarlínunni, þetta voru óeðlilega mörg leikbrot sem voru framin til að stöðva okkar leik. Ég var pirraður, það er ekki út á Blika að setja. Þeir voru með frábært leikplan.“

Pablo Punyed er meiddur.

Vantaði harðhausana í Víking:

Arnar nefnir að Pablo Punyed, Matthías Vilhjálmsson og Valdimar Þór Ingimundarson hafi verið meiddir en þeir hefðu getað mætt Blikum í slagsmálunum.

„Mér fannst þetta skrýtið, ég legg það ekki í vana minn að drulla yfir dómarana. Þetta var skrýtið, ég var að vonast eftir því að þetta yrði frábær fótboltaleikur. Að það yrði spilaður alvöru fótbolta, þetta fór í þvælu í fyrri hálfleik. Þetta var of mikið, ég held að þetta hafi verið rétt leikplan hjá Blikum. Þú ert að spila við besta fótbotaliðið og þú finnur leiðir til að vinna, vera agresívur og vinnur. Við dealuðum ekki viðþetta, fyrst að línan var þessi þá þurfti einn Pablo, Matta og Valda til að vera nasty. Taka þátt í þessum hluta leiksins, sem þú þarft að gera. Í staðinn vorum við of nice, menn voru kannski að bíða eftir því að dómarinn tæki á þessu. Það gerðist ekki og þú verður að gera þetta sjálfur.“

„Þegar Pablo og Matti eru ekki að spila, þá ertu með unga stráka sem hafa staðið sig frábærlega. Þetta er hlið af leiknum sem þú þarft að stíga upp, þetta er ekki alltaf rómantík og leikurinn spilast ekki eins og þú vilt. Þú þarft að kunna „The dark side of the game“. Við vorum ekki að standa okkur illa, ég kíkti á eina tölfræði. Ég held að Blikar hafi átt 250 sendingar í leiknum, þetta er lægsta sendingarhlutfall hjá þeim frá því mælingar hófust árið 1820. Við vorum ekki að gera neitt slæmt, þetta var leikur sem var að snúast um mistök. Við gerðum fleiri mistök en þeir.“

Hann segist þó horfa á björtu hliðarnar nú þegar aðeins er liðið frá leiknum. „Þremur eða fjórum dögum seinna ertu farin að spá í öðrum hlutum, hversu frábært sumar þetta hefur verið undir erfiðum kringumstæðum.“

Voru það mistök að byrja með Ekroth?

Oliver Ekroth varnarmaður liðsins byrjaði leikinn en hann hafði verið meiddur í nokkrar vikur, augljóst var að varnarmaðurinn gekk ekki heill til skógar. Ísak Snær Þorvaldsson sóknarmaður Blika var fljótur að komast að því og skoraði tvö af þremur mörkum Blika.

„Eftir á, skil ég það mjög vel. Þetta voru erfið sálfræðileg meiðsli, aftan í læri. Við testuðum hann vel fyrir leikinn, þú nærð tveimur sprettum á æfingu en þá ertu kannski ekki klár. Hann er búin að vera þvílíkt mikilvægur fyrir okkur, honum langaði að spila. Ísak er svindlkarl í þessari deild á sínum degi, hann á ekki að vera á Íslandi. Hann er alltof góður leikmaður til að vera á Íslandi, hann skynjaði blóð. Þegar þú spilar maður á mann, þá þarftu að vinna einvígi á móti þínum manni. Ég held að það séu voðlega fáir leikmenn hjá mér sem geti sagt að þeir hafi unnið sitt einvígi maður á móti manni. Sumir kannski 50/50 en fleiri Blikar unnu sitt einvígi en Víkingar, þetta var erfiður dagur fyrir nokkra leikmenn. Þú mátt ekki taka það af þeim ef einn úrslitaleikur tapast, þá er ekki allt tímabilið vont.“

Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings.

Hefði ekki viljað fara í frí núna:

Arnar segist fagna því að liðið hans sé ekki komið í frí, liðið á fjóra leiki eftir í Sambandsdeildinin og er í góðri stöðu eftir frækinn sigur á Cercle Brugge á dögunum.

„Þessi blessaða fótboltaleikur, það er ekki hægt að stjórna honum fullkomlega. Það má lítið út af bera, þú verður bara að sætta þig við. Þú getur stjórnað því hvernig þú undirbýrð liðið og leikmenn, því fleiri litlir hlutir sem þú stjórnar eru meiri líkur á árangri. Gulrótin, sem betur fer erum við ekki komnir í frí. Ég hefði ekki boðið í það að bíða í sex langar vikur til að hittast næst. Frábærir Evrópuleikir framundan, ég vonast eftir því að mínir strákar sem voru í sorgarferli í 2-3 daga. Það voru allir ferskir á æfingu í gær.“

Arnar var nálægt því að taka við liði erlendis síðasta haust og hefur verið orðaður við landsliðið, hann hefur ekki hugsað út í neitt annað en Víking undanfarið. „Nei, þú leitar af gamla góða hungrinu,“ sagði Arnar og minntist á þau verkefni sem eru á næsta leyti.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“

Gummi Ben setur þessa kröfu eftir dráttinn – „Held við munum ná okkar besta árangri í sögunni“
433Sport
Í gær

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd

Stuðningsmönnum United brugðið er Rashford brá óvænt fyrir – Mynd
433Sport
Í gær

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við

Lygileg tölfræði síðan Postecoglou tók við
Hide picture