Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Wayne Rooney fyrir ósæmilega hegðun á hliðarlínunni um helgina þegar Plymouth vann sigur á Blackburn um helgina.
Um var að ræða leik í Championship deildinni þar en seint í leiknum jafnaði Blackburn.
Rooney og hans fólk var verulega ósátt með markið og taldi Rooney að brotið hefði verið á leikmanni sínum í aðdraganda marksins.
Rooney lét vel í sér heyra og fékk rauða spjaldið fyrir. Í uppbótartíma skoraði Plymouth svo sigurmarkið eftir að Rooney fékk rauða spjaldið.
Enska sambandið telur að Rooney hafi gengið langt yfir strikið og gæti hann fengið langt bann.