fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
433Sport

Varar fólk við því að nota þetta verkjalyf – Varð sjálfur háður þeim og var nær dauða en lífi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Kirkland fyrrum markvörður Liverpool var á barmi þess að taka eigið líf eftir að hafa verið háður pillum um langt skeið. Kirkland segir frá þessu í nýlegu viðtal.

Kirkland átti farsælan feril en það var árið 2012 þegar hann samdi við Sheffield Wednesday að líf hans fór í vonda átt.

Hann hafði glímt við meiðsli í baki og ákvað sjálfur að byrja að taka Tramadol sem er gríðarlega sterkt verkjalyf.

„Vandamál mitt var að vera svo lengi að heiman, ég saknaði þess að sækja dóttir mín í skólann og sjá hana leika sér. Að labba með hundana mína, allt þetta venjulega líf sem ég hafði þegar ég var hjá Liverpool og Wigan,“ sagði Kirkland.

„Ég þurfti að leggja af stað á æfingar 05:45 á morgnana og vera mættur á æfingasvæðið á undan öllum öðrum. Ég var svo stressaður að ég fór að taka meira af þesum töflum út af kvíða.“

„Þú átt að nota í mesta lagi 400mg á dag af Tramadol en ég var farin að taka 2500mg á dag. Ég var með þetta í tösku sem ég tók út á æfingar og fékk mér þá líka. Þetta var ekki vegna verkja, ég var háður þessu. Þetta var það fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég vaknaði og síðasta sem ég hugsaði um þegar ég sofnaði.“

Kirkland lét engan vita af þessari fíkn sinni en töflurnar eru í dag komnar á bannlista hjá íþróttafólki. „Þetta er hættulegt, ég var oft að detta út, var með hjartavandamál og var illt. Þetta getur drepið þig, þetta hefði átt að drepa mig og gerði það næstum því.

Einn daginn var Kirkland nær dauða en lífi. Hann tók haug af pillum og fór upp á efstu hæð í blokk og grét. Hann ætlaði að taka eigið líf. „Ég ætlaði að hoppa,“ sagði Kirkland.

Hann ákvað á síðustu stundu að hringja í eiginkonu sína og fór í meðferð. Hann féll aftur í sama farið í COVID faraldrinum en hefur nú í tvö og hálft ár verið edrú.

Kirkland er nú í því að halda fyrirlestra um reynslu sína og segir hann þetta verkjalyf stórhættulegt og ávanabindandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag lét byggja 34 milljóna króna vegg á æfingasvæði United sem vekur furðu

Ten Hag lét byggja 34 milljóna króna vegg á æfingasvæði United sem vekur furðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bæði rekin úr starfi: Sökuð um að hafa sofið saman og tekið það allt upp – 37 ára aldursmunur

Bæði rekin úr starfi: Sökuð um að hafa sofið saman og tekið það allt upp – 37 ára aldursmunur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er að ganga í gegnum skilnað en strax mættur með nýja – Hárgreiðslukona ríka og fræga fólksins

Er að ganga í gegnum skilnað en strax mættur með nýja – Hárgreiðslukona ríka og fræga fólksins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Húsið þar sem Ronaldo og fjölskyldu bjuggu er til sölu – Kostar aðeins tæpar 900 milljónir

Húsið þar sem Ronaldo og fjölskyldu bjuggu er til sölu – Kostar aðeins tæpar 900 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Saksóknari fer fram á tveggja ára fangelsi – Sakaði frægan mann um nauðgun en myndavélar sönnuðu að hún laug

Saksóknari fer fram á tveggja ára fangelsi – Sakaði frægan mann um nauðgun en myndavélar sönnuðu að hún laug
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líkir De Ligt við fíl og segir honum að hætta að gera þetta

Líkir De Ligt við fíl og segir honum að hætta að gera þetta
433Sport
Í gær

Tólfan mætir Wales á fimmtudag – Þekktur landsliðsmaður verður með liðinu

Tólfan mætir Wales á fimmtudag – Þekktur landsliðsmaður verður með liðinu
433Sport
Í gær

Valgeir vongóður fyrir föstudeginum – „Það nennir ekkert lið að koma hingað að spila í tveimur gráðum og vind“

Valgeir vongóður fyrir föstudeginum – „Það nennir ekkert lið að koma hingað að spila í tveimur gráðum og vind“