Kerry Hau fréttamaður Sky í Þýskalandi segir að fólk þar í landi sé mjög hissa á því að Jurgen Klopp sé að fara að starfa fyrir Red Bull, Þjóðverjum er ekki mjög vel við fyrirtækið sem á meðal annars RB Leipzig í Þýskalandi.
Klopp verður yfirþjálfari Red Bull og mun hafa það hlutverk að sjá um öll félögin sem þeir eiga. Tíðindin koma nokkuð á óvart en Klopp sagði upp starfi sínu hjá Liverpool og ætlaði sér í frí. Hann ítrekar það í færslu sinni að hann ætli sér ekki að þjálfa strax.
Klopp hefur störf 1. janúar en þýskir miðlar segja að klásúla sé í samningi hans við Red Bull. Má hann taka við þýska landsliðinu ef slíkt tilboð kemur.
„Við erum mjög hissa, hann vann fyrir Mainz og Dortmund í Þýskalandi sem bæði eru sögufræg félög hérna. Ímynd Red Bull er ekkert sérstaklega góð hérna í Þýskalandi, þess vegna eru margir hissa,“ segir Hau um málið.
„Það verður að virða ákvörðunina, hann verður fyrirmynd fyrir þjálfara Red Bull. Þeir eiga svo mörg félög út um allan heim, í Japan og Brasilíu líka.“
„Klopp mun ferðast mikið og mun reyna að bæta fótboltann þarna.“
„I’m pretty sure he’ll be the coach of the German national team“ 🗣️
Sky Germany’s Kerry Hau says it’s a „big surprise“ that Jurgen Klopp has joined Red Bull and expects him to manage Germany in the future 🇩🇪 pic.twitter.com/BsJaJuBbGK
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 9, 2024