Búið er að byggja vegg í kringum æfingavöllinn sem aðallið Manchester United notar, kostnaðurinn var 34 milljónir.
Það var af kröfu Erik ten Hag stjóra liðsins sem veggurinn var byggður.
Vill hann fá meira næði á æfingum og sjá til þess að enginn geti fylgst með þeim taktísku æfingum sem fara fram.
Einnig er sagt að þetta sé byggt til þess að taka á sig vind svo hægt sé að æfa í meira logni.
Ensk blöð segja að starfsmenn United furði sig á þessu þegar nýlega var ákveðið að reka 25 prósent af starfsfólki félagsins. Var það gert til að spara kostnað