Forráðamenn Al-Nassr eru orðnir nokkuð vongóðir um það að krækja í Kevin de Bruyne miðjumann Manchester City næsta sumar.
Samningur De Bruyne við City rennur út næsta sumar og hefur hann daðrað við það að breyta til.
De Bruyne er 33 ára gamall og hefur glímt við nokkuð af meiðslum síðustu ár. Mikið álag á Englandi og í Evrópukeppnum spilar þar stóra ástæðu.
De Bruyne gæti því hugsað sér rólegra umhverfi sem Sádarnir geta boðið honum auk þess sem hann fengi veglega launahækkun.
De Bruyne er sagður skoða þessi mál þessa dagana en Al-Nassr vill fá hann til að hjálpa Cristiano Ronaldo og félögum.