Memphis Depay fór nokkuð óvænt til Corinthians í Brasilíu í síðasta mánuði en hollenski framherjinn var án félags.
Depay yfirgaf Atletico Madrid í sumar og beið lengi með að semja við nýtt félag, hann valdi að lokum Corinthians.
Depay hefur ekki spilað vel í upphafi í Brasilíu og samkvæmt fréttum í Brasilíu er til skoðunar að rifta samningi hans.
Ein ástæðan er sú að fyrirtækið Esportes da Sorte sem borgar stærstan hluta af launum Depay gæti verið á leið í gjaldþrot.
Það myndi setja Corinthians í djúpan skít því Depay er launahæsti leikmaður félagsins og félagið gæti ekki séð sjálft um launin hans.